Skilmálar og upplýsingar um Glansmyndir.
Leigusali er Sundin Blá ehf, kennitala: 670812-0730.
Leigjandi er sá aðili sem skráður er á reikning.
Verðskrá miðast við sólarhringsleigu á myndakassa.
Sendur er reikningur í tölvupósti á greiðanda krafa í netbanka. Reikningur er sendur 7 dögum fyrir viðburð.
Glansmyndir setja upp kassann, bakgrunn og prentara og taka búnaðinn niður daginn eftir. Ekki er í boðið að setja búnaðinn og setja hann upp sjálfur.
Verðskrá gildir fyrir Árborg og 10 km keyrslu frá Selfossi.
Ef viðburður er lengra en 10 km frá Selfossi er gjald 500 kr/km fyrir hvern umfram kílómetra. Fast gjald kr. 20.000 á Höfuðborgarsvæðið.
Vinsamlegast hafið samband áður en bókaður er viðburður lengra en 30 km frá Selfossi.
Innifalið í leigu á myndaprentara eru 100 myndir. Hverjar 100 myndir umfram fyrstu 100 kosta 6.900 kr. Hámark 700 myndir á viðburð.
Leigjandi ber fulla ábyrgð á búnaði leigusala á leigutíma og getur verið krafinn um greiðslu fyrir skemmdir á búnaði.
Farið er með allar persónuupplýsingar sem leigusali móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.